Öll þessi hljóð

Eitt af því sem er öðruvísi hér en á Íslandi eru öll þau hljóð sem eru notuð til að vekja athygli á þeirri „þjónustu“ sem í boði er.
Ruslakallarnir eru með kúabjöllur hanganda á sér svo enginn missi af þeim…og trúið mér, það fer ekki á milli mála þegar þeir eru á ferðinni.
Vatnssölumenn hrópa agua, Bonafont og Ciel. Hnífabryningarmaðurinn spilar á flautu, ísbíllinn er með klassíska ísbílabjöllu og kústasölumaðurinn notar gamlan lúður.
Það verður seint sagt um Mexikana að þeir læðist um götur.