Eitt af þessum fallegu kvöldum.One of those beautiful evenings.
All posts by Steini
Sveifa / Hoverfly
Þessi sveifa kíkti í kaffi. Það er mjög erfitt að greina sveifur en ef einhver veit hvaða tegund þetta er þá má láta mig vita.This hoverfly dropped by for a snack. It is very difficult to distinguish between the hoverfly species, but please let me know if you can.
Úr garðinum
Straumnes í 60 ár
Verslunin Straumnes var stofnuð fyrir 60 árum, þann 1. maí 1953. Myndirnar eru frá Grétari Hannessyni sem vann í Straumnesi í 30 ár.
Dagur hinna dauðu
Dagur hinna dauðu er mikilvægur í nágrannafylki okkar Michoacán. Það er reyndar ekki einn dagur heldur tveir. Þann 1. nóvember er barnanna minnst og kallast sá dagur Día de los Inocentes (dagur hinna saklausu) eða Día de los Angelitos (dagur litlu englanna) og annan nóvember er hinna fullorðnu minnst á Día de los Muertos eða Día de los Difuntos (dagur hinna látnu).
Við fórum með skólafélögum okkar, Mayke og David, að Lago de Pátzcuaro og samnefndum bæ en helstu hátíðarhöld landsins tengt degi hinna látnu eru einmitt í Pátzcuaro og eyju í vatninu sem heitir Isla de Janitzio.
Fyrri nóttina gistum við í glæsilegu húsið við Pátzcuaro vatnið. Á mánudeginum 1. nóvember skoðuðum við Pátzcuaro bæinn og fórum svo til Tzintzuntzan þorpsins og skoðuðum píramíta auk þess að heimsækja kirkjugarð þar sem þorpsbúar voru í óða önn að skreyta grafreiti látinna ættingja og vina og gera klárt fyrir hátíðarhöldin. Allt er skreytt með gullfíflum (Cempasúchil) og allt er appelsínugult. Um kvöldið fórum við í Isla de Janitzio, klifruðum upp bratta eyjuna og fengum okkur að borða. Að lokum fórum við heim til foreldra David í Uruapan þar sem við gistum í góðu yfirlæti. Daginn eftir skoðuðum við vatnaþjóðgarð sem er inní miðri Uruapan borg áður en haldið var heim á leið.
Öll þessi hljóð
Eitt af því sem er öðruvísi hér en á Íslandi eru öll þau hljóð sem eru notuð til að vekja athygli á þeirri „þjónustu“ sem í boði er.
Ruslakallarnir eru með kúabjöllur hanganda á sér svo enginn missi af þeim…og trúið mér, það fer ekki á milli mála þegar þeir eru á ferðinni.
Vatnssölumenn hrópa agua, Bonafont og Ciel. Hnífabryningarmaðurinn spilar á flautu, ísbíllinn er með klassíska ísbílabjöllu og kústasölumaðurinn notar gamlan lúður.
Það verður seint sagt um Mexikana að þeir læðist um götur.
Engar fréttir eru góðar fréttir
Þegar ég skrifaði síðasta pistil þá vorum við að leggja í ferð með alþjóðaskrifstofunni í skólanum. Upphaflega planið var að fara til Ciudad de México (Mexikóborgar) og Oaxaca en þar sem mikil rigning hafði verið í Oaxaca og vegir höfðu skemmst þá var ákveðið að fara til Puebla (http://en.wikipedia.org/wiki/Puebla,_Puebla) í staðin.
Fyrst var farið til Puebla þar sem við þvældumst um borgina og skoðuðum kirkjur, söfn, píramída og markaði. Hápunkturinn var svo tvöfalt afmæli, 200 ára sjálfstæðisafmæli og 100 ára byltingarafmæli México sem haldið var uppá með tónlist og flugeldasýningu. Það var mikið húllumhæ í miðbænum og ég er ekki frá því að það hafi verið fleiri lögreglu- og hermenn í bænum en gestir. Þjónustan var líka flott, sjúkrabílar og læknar útum allt og meira að segja tannlæknaþjónusta.
Eftir 2 daga í Puebla fórum við til Ciudad de México, sem er ein fjölmennasta borg í heimi. Þar voru, eins og í Puebla, helstu menningarstaðirnir skoðaðir ásamt mörkuðum.
Þegar ferðinni lauk var haldið aftur á Hospedarte ( farfuglaheimilið) sem hafði verið heimili okkar frá því að við komum til México. Enn á ný tók við leit í blöðunum að íbúð. Eftir nokkuð símtöl var ákveðið að heimsækja tvo staði sem báðir voru í sama hverfinu, Chapalita. Á fyrri staðnum tók á móti okkur heldri kona, señora Maria Gloría sem sýndi okkur tvær íbúðir sem hún var með til leigu. Okkur leist vel á báðar íbúðirnar en ákváðum að skoða aðra íbúð sem við höfðum séð auglýsta. Sú íbúð, eins og svo margar aðrar sem við höfðum skoðað, stóð ekki undir væntingum. Kannski var það flísalagði sófinn sem gerði okkur frekar fráhverf þeirri íbúð 🙂 Niðurstaðan varð sú að leigja íbúð af señora Maria.
Hverfið okkar, Chapalita, er afskaplega rólegt og friðsælt íbúðahverfi. Í innan við 5 mín göngufæri eru 2 stórmarkaðir, Soriana og Walmart. Í 10 mín göngufæri er svo nokkuð stór verslunarmiðstöð sem heitir La Gran Plaza.
Það munaði miklu að komast úr 4 m2 á Hospedarte í 3ja herbergja íbúð. Lífið hér hefur verið ljúft og vonandi verður engin breyting á því þann tíma sem við eigum eftir að vera hér.
Fyrsta vikan
Nú er fyrsta vikan liðin af dvölinni hér í Guadalajara. Það er óhætt að segja að umhverfið hér sé ólíkt því sem við eigum að venjast í Kópaoginum. Við búum á farfuglaheimili nálægt miðbænum á meðan á íbúðarleit stendur. Því miður hefur tekið lengri tíma að finna húsnæði en við vonuðumst til. Við höfum farið að skoða nokkrar íbúðir en gæði þeirra hafa ekki verið uppá marga fiska. Einnig eru strætósamgöngur nokkuð sérstakar hér og því skiptir miklu máli að fá húsnæði nálægt strætóleið.
Á fimmtudag var kynningardagur í skólanum. Það var merkileg upplifun að labba inn á skólalóðina. Fyrir utan er hefðbundið landsvæði með stórum vegum, mikilli umferð og litlum búðum allt í kring og er skólalóðin eins og vin í eyðimörk. Þar eru endalaus græn svæði, gosbrunnar, sundlaug, íþróttavellir, verslanir og matsölustaðir. Það er ekki laust við að ég hafi spurt sjálfan mig af hverju við bjuggum ekki bara á kampus. Trúlega hefði það verið einfaldara en að leita að húsnæði sjálfur en þegar upp verður staðið verður það meiri reynsla að búa meðal innfæddra í hefðbundnu umhverfi. maður má víst ekki gleyma því að eitt markmiða þessarar ferðar er að ná sér í alþjóðlega reynslu.
Það er ekkert nýtt að flugur ásælist mig og það hefur sannast enn og aftur í þessari ferð. Við gleymdum eitt kvöld að setja á okkur moskítóeitur og ég sat uppi með vel á annan tug bita eftir þá nótt. Bitin urðu ansi stór og ljót og kláðinn var mann lifandi að drepa. Ég endaði því hjá lækni og fékk hjá henni alls konar dót, sápu, pillur og duft. Þetta hefur svo verið notað með ágætum árangri. Stóru ljótu rauðu blettirnir eru að minnka og kláðinn er að mestu farinn…en þó ekki alveg.
Í næstu viku ætlum við í ferð með skólanum til México borgar og Oaxaca þar sem m.a. er verið að fagna 200 ára sjálfstæði landans. Vonandi verður skemmtileg ferðasaga úr þeirri ferð í næsta pisli.
Þetta er allt að koma
Það er á morgun! Það styttist í Mexico ferðina og nú er allt að smella saman. Það mátti ekki miklu muna að kallinn yrði lagður inn þegar stressið var sem mest. Þórunn og Pálína skilja ekkert í mér og hafa verið duglegar að segja mér að þetta reddist. Ég er ekki frá því að hafa heyrt það áður, t.d. haustið 2008.
Ég er þó búinn að bóka gistingu fyrstu næturnar…og svo bara reddast þetta. Er þa’ggi?